Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 22:01 Lóan er sumarfugl Íslendinga. Aldís Pálsdóttir Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“ Fuglar Dýr Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“
Fuglar Dýr Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira