Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar 22. apríl 2025 08:02 Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar