„Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 23:33 Er þetta flugvél? Er þetta Ofurmaðurinn? Nei þetta er Sels. Justin Setterfield/Getty Images Matz Sels, markvörður Nottingham Forest, sagði að gríðarlega mikilvægt að liðið hafi náð í sigur gegn Tottenham Hotspur eftir tvö töp í röð í ensku úrvalsdeildarinnar. Forest er óvænt í bullandi Meistaradeildarbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir. Hinn 33 ára gamli Sels átti frábæran leik í marki Forest og spilaði stóra rullu í stigunum þremur sem liðið fer með heim frá Lundúnum í kvöld. Hann er ánægður með spilamennskuna í kvöld, stigin þrjú og tímabilið í heild. „Tottenham er sterkt lið sem setur mann undir mikla pressu. Við vissum að þeir myndu spila mikið niður kantana svo þjálfarinn breytti um taktík í hálfleik til að reyna koma í veg fyrir fyrirgjafirnar þeirra.“ Það gekk þó ekkert frábærlega og kom mark Tottenham eftir slíka. Skömmu áður hafði Sels varið meistaralega frá markaskoraranum Richarlison. „Þú sérð tölfræðina. Þetta var ekki auðvelt en við vörðumst vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þegar Morato kom inn af bekknum vissum að við myndum verjast talsvert af því hraðinn sem fylgir Anthony Elanga var ekki lengur til staðar. Þjálfarinn gerði vel í að setja Callum [Hudson-Odoi] inn á og við reyndum að sækja hratt á þá. Við sköpuðum ekki mikið en vörðumst vel.“ Á að baki 9 A-landsleiki fyrir Belgíu. EPA-EFE/NEIL HALL „Með 66 stig ertu venjulega nokkuð öruggur um að enda meðal efstu fimm liðanna en í ár gæti þurft meira til þar sem öll liðin í kringum okkur halda áfram að vinna. Það eru fimm leikir eftir og við vitum hvað við þurfum að gera.“ „Við sjáum til hvar við endum en við höfum nú þegar átt magnað tímabil. Við getum verið stoltir af því sem við höfum gert til þessa en munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Sels átti frábæran leik í marki Forest og spilaði stóra rullu í stigunum þremur sem liðið fer með heim frá Lundúnum í kvöld. Hann er ánægður með spilamennskuna í kvöld, stigin þrjú og tímabilið í heild. „Tottenham er sterkt lið sem setur mann undir mikla pressu. Við vissum að þeir myndu spila mikið niður kantana svo þjálfarinn breytti um taktík í hálfleik til að reyna koma í veg fyrir fyrirgjafirnar þeirra.“ Það gekk þó ekkert frábærlega og kom mark Tottenham eftir slíka. Skömmu áður hafði Sels varið meistaralega frá markaskoraranum Richarlison. „Þú sérð tölfræðina. Þetta var ekki auðvelt en við vörðumst vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þegar Morato kom inn af bekknum vissum að við myndum verjast talsvert af því hraðinn sem fylgir Anthony Elanga var ekki lengur til staðar. Þjálfarinn gerði vel í að setja Callum [Hudson-Odoi] inn á og við reyndum að sækja hratt á þá. Við sköpuðum ekki mikið en vörðumst vel.“ Á að baki 9 A-landsleiki fyrir Belgíu. EPA-EFE/NEIL HALL „Með 66 stig ertu venjulega nokkuð öruggur um að enda meðal efstu fimm liðanna en í ár gæti þurft meira til þar sem öll liðin í kringum okkur halda áfram að vinna. Það eru fimm leikir eftir og við vitum hvað við þurfum að gera.“ „Við sjáum til hvar við endum en við höfum nú þegar átt magnað tímabil. Við getum verið stoltir af því sem við höfum gert til þessa en munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira