Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 20:47 Hvalurinn er um sex metrar að lengd og er ástand hans enn nokkuð gott. „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land. Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land.
Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira