Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 15:21 Keir Starmer og Donald Trump. AP/Carl Court Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira