Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði. Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði.
Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira