Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði. Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði.
Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira