Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 16:31 Jude Bellingham og félagar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Arsenal á morgun en eru staðráðnir í að gera það. Getty/Marc Atkins Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Sjá meira
Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki