Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 14:03 Þyrlan hrapar yfir New York á fimmtudag. AP/Bruce Wall Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður. Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00