En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 15. apríl 2025 10:32 Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Orkumál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun