„Ég er afar spenntur fyrir því að vinna með starfsfólki SFF að enn frekar framgangi fjármálaþjónustu á Íslandi,“ er haft eftir Jóni Guðna, í fréttatilkynningu þess efnis.
Jón Guðni taki við hlutverkinu af Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, sem hafi gegnt formennsku undanfarin tvö ár en Benedikt muni áfram sitja í stjórn SFF.
Þá hafi Þorleifur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri T-plús, einnig verið kjörinn nýr inn í stjórnina en aðrir stjórnarmenn séu Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna.
Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica Finance, sitji í varastjórn.