„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 12:51 Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Vísir Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi. Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi.
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent