Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. apríl 2025 09:32 Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun