Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 07:53 Sumt fólkið var vel meðvitað um að bannað væri að dvelja í húsunum yfir vetrartímann. Vísir/Vilhelm Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Fram kemur að eftir að ábending barst hafi lögregla kannað málið og fengið staðfest að fólk hafi haldið til í nokkrum húsanna, sumt með vitneskju um kvöð þá sem bannið byggi á. „Slíkt verður að teljast ansi bagalegt, ekki síst þar sem ekki er alltaf öruggt að tíðin sé jafn góð og hún hefur verið síðustu vikur. Minnt er á að slíkar kvaðir eru einnig til staðar víðar á Vestfjörðum en þær eru einmitt settar í þeim tilgangi að tryggja öryggi og auðvelda viðbragð almannavarna,“ segir í tilkynningunni. Eftir snjóflóðið mannskæða árið 1995 var gert nýtt snjóflóðahættumat fyrir Súðavík og var ákveðið að flytja byggðina innar í fjörðinn í land Eyrardals sem álitið var á öruggu svæði. Ofanflóðasjóður keypti þá öll íbúðarhús í ytri hluta Súðavíkur og seldi aftur með kvöðum um viðveru að vetrarlagi. Samkvæmt rýmingaráætlun má ekki dvelja í tilgreindum húsum frá 1. nóvember til 30. apríl. Ekki var ráðist í snjóflóðavarnir ofan gömlu byggðarinnar en þar, neðan þjóðvegar, er ýmis konar atvinnustarfsemi. Lögreglumál Súðavíkurhreppur Almannavarnir Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Fram kemur að eftir að ábending barst hafi lögregla kannað málið og fengið staðfest að fólk hafi haldið til í nokkrum húsanna, sumt með vitneskju um kvöð þá sem bannið byggi á. „Slíkt verður að teljast ansi bagalegt, ekki síst þar sem ekki er alltaf öruggt að tíðin sé jafn góð og hún hefur verið síðustu vikur. Minnt er á að slíkar kvaðir eru einnig til staðar víðar á Vestfjörðum en þær eru einmitt settar í þeim tilgangi að tryggja öryggi og auðvelda viðbragð almannavarna,“ segir í tilkynningunni. Eftir snjóflóðið mannskæða árið 1995 var gert nýtt snjóflóðahættumat fyrir Súðavík og var ákveðið að flytja byggðina innar í fjörðinn í land Eyrardals sem álitið var á öruggu svæði. Ofanflóðasjóður keypti þá öll íbúðarhús í ytri hluta Súðavíkur og seldi aftur með kvöðum um viðveru að vetrarlagi. Samkvæmt rýmingaráætlun má ekki dvelja í tilgreindum húsum frá 1. nóvember til 30. apríl. Ekki var ráðist í snjóflóðavarnir ofan gömlu byggðarinnar en þar, neðan þjóðvegar, er ýmis konar atvinnustarfsemi.
Lögreglumál Súðavíkurhreppur Almannavarnir Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira