Innlent

And­lát til rannsóknar, íþyngjandi skatta­reglur hjóna og ó­veður í há­degis­fréttum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá rannsókn lögreglu á andláti karlmanns sem lést á föstudag. Kona sem samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir mannsins er í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Við ræðum einnig við sérfræðing í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Þá segjum við frá árásum sem gerðar voru á borgina Sumy í Úkraínu í morgun en tugir óbreyttra borgara eru sagðir látnir og enn fleiri særðir eftir árásina. 

Þá ræðum við einnig við veðurfræðing en vonskuveður er í kortunum sem gæti spillt færð á vegum og heyrum hvernig útlitið er fyrir páskana. 

Af vettvangi íþróttanna verður meðal annars farið yfir það helsta úr heimi golfsins, Formúlu eitt og í Bestu deildinni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan 12. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×