Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 14:53 Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco. Aðsend Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“ Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09