Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er á fullu í krefjandi læknisnámi en um leið vinnur hún hver verðlaunin á fætur öðrum í ólympískum lyftingum. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira
Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira