Við förum yfir nýjustu vendingar og heyrum í Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir að allar þessar vendingar sýni að það borgi sig að fara varlega í sakirnar.
Einnig verður rætt við utanríkisráðherra sem sat í morgun fund í Brussel með kollegum sínum þar sem Úkraínustríðið var til umræðu.
Og einnig segjum við frá ráðstefnu sem fram fer í dag um stöðu Íslands í hinu alþjóðlega samhengi á breyttum tímum.
Í sportpakka dagsins verður leikur gærkvöldsins á milli Íslands og Ísraels gerður upp og farið yfir úrslitin í körfuboltanum.