Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Árni Sæberg skrifar 11. apríl 2025 13:33 Landsréttur mildaði dóminn verulega. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu. Landsréttur dæmdi manninn í gær í átján mánaða fangelsi og þar af voru fimmtán mánuðir bundnir skilorði til tveggja ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í maí árið 2023. Með honum var hann dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann hafi fylgst með ferðum hennar í gegnum síma, talað um hana sem hóru og hótað að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu sem flugfreyja. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás gagnvart frænda konunnar. Þá var hann gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Kærði manninn árið 2019 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað varðar sekt og sýknu að öllu leyti en taldi refsinguna hæfilega ákveðna sex mánuðum styttri. Þá taldi Landsréttur rétt að skilorðsbinda meirihluta refsingar mannsins vegna tafa sem urðu á málsmeðferðinni. Í dóminum segir að upphaf málsins megi rekja til þess að konan hafi haft samband við lögreglu í ágúst árið 2019 og sagst vilja leggja fram kæru á hendur manninum vegna langvarandi heimilisofbeldis. Tekin hafi verið skýrsla af henni sama dag þar sem komið hafi fram að ástandið á heimili þeirra hafi verið mjög erfitt og sérstaklega árin fimm á undan. Rannsókn lögreglu muni hafa lokið um mitt ár 2020 og ákæra hafi verið gefin út í lok desember sama ár. Málið hafi verið þingfest í héraðsdómi í mars 2021. Maðurinn hafi við þingfestinguna en ekki tekið efnislega afstöðu til sakargifta samkvæmt ákærunni en krafist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna hafi farið fram í mars sama ár. Með úrskurði héraðsdóms í lok sama mánaðar hafi tveimur ákæruliðum verið vísað frá dómi ásamt upptökukröfu ákæruvaldsins á tveimur farsímum. Landsréttur hafi staðfest þá niðurstöðu fimm dögum síðar. Í þinghaldi í apríl 2021 hafi maðurinn neitað sök sakargiftum samkvæmt köflum ákæru um ofbeldi gegn sambýliskonunni og börnum þeirra tveimur en játað sök að öðru leyti. Það er að segja fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðu bætandi efnum og lyfjum og fyrir líkamsárás gegn frænda konunnar. Aðalmeðferð málsins hafi farið fram í ágúst 2021 og dómur héraðsdóms kveðinn upp um miðjan september sama ár. Maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir flest þau brot sem honum hafði verið gefin að sök. Málinu hafi verið skotið til Landsréttar samkvæmt yfirlýsingu ákærða um áfrýjun í lok september 2021. Málsgögn hafi barist réttinum um þrettán mánuðum síðar eða í lok október 2022. Með úrskurði Landsréttar í byrjun febrúar 2023 hafi dómur héraðsdóms verið ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það hafi verið gert á þeim grunni að ummæli héraðsdómara í tölvubréfi til sækjanda og verjanda við meðferð málsins hefði gefið manninum með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Dómari vildi ekki fresta Í úrskurði Landsréttar þess efnis segir að í þinghaldi um miðjan apríl 2021 hafi maðurinn sem áður segir tekið afstöðu til sakargifta og ákveðið hafi verið að aðalmeðferð færi fram í lok maí sama ár. Verjandi mannsins hafi með tölvubréfi nokkrum dögum fyrir aðalmeðferðina farið þess á leit við héraðsdóm að aðalmeðferðinni yrði frestað af ástæðum sem vörðuðu þá háttsemi sem manninum hafði verið gefið að sök. Af því tilefni hafi dómari í málinu sent málflytjendum tölvubréf þar sem hafi komið fram að honum litist illa á að fresta málinu og að hann drægi í efa að þær ástæður sem verjandi hefði teflt fram fyrir beiðni sinni réttlættu frestun. Þessu næst hafi sagt í tölvupósti dómarans: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast.“ Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt lögum um meðferð sakamála sé dómari vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Verði dómari jafnan að gæta að hæfi sínu þannig að efnisleg afstaða hans til þess ágreinings sem uppi er í málinu komi ekki fram fyrr en í dómi. Framangreind ummæli héraðsdómara í tölvupósti hans til sækjanda og verjanda hafi gefið manninum með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni dómarans í efa. „Er því óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm ásamt meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar og vísa því til héraðsdóms til úrlausnar á ný.“ Þess má geta að í hinum ógilta dómi var maðurinn dæmdur til vægari refsingar en þeim sem kveðinn var upp síðar, eða sextán mánaða fangelsisvistar. Ekki manninum að kenna Í dómi Landsréttar segir að aðalmeðferð hafi verið endurtekin í lok apríl árið 2023 og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp í lok maí sama ár. Dómurinn hafi verið birtur í byrjun nóvember 2023 og áfrýjun lýst yfir í lok sama mánaðar. „Áfrýjunarstefna var gefin út 4. næsta mánaðar. Málsgögn bárust Landsrétti tæplega ellefu mánuðum síðar eða 23. október 2024. Voru þá liðin rúm fimm ár frá því að brotaþoli lagði fram kæru á hendur ákærða vegna málsins.“ Samkvæmt framangreindu hafi orðið verulegar tafir á meðferð málsins sem manninum verði ekki kennt um. Að teknu tilliti til þessa verði hluti refsingar mannsins bundin almennu skilorði eins. Loks segir í dóminum að með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms væri staðfest að manninum bæri að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða þrjá fjórðu hluta málskostnaðar í héraði, 2,8 milljónir króna og allan áfrýjunarkostnað 2,9 milljónir króna. Dómsmál Dómstólar Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Landsréttur dæmdi manninn í gær í átján mánaða fangelsi og þar af voru fimmtán mánuðir bundnir skilorði til tveggja ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í maí árið 2023. Með honum var hann dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann hafi fylgst með ferðum hennar í gegnum síma, talað um hana sem hóru og hótað að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu sem flugfreyja. Hann var einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás gagnvart frænda konunnar. Þá var hann gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Kærði manninn árið 2019 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað varðar sekt og sýknu að öllu leyti en taldi refsinguna hæfilega ákveðna sex mánuðum styttri. Þá taldi Landsréttur rétt að skilorðsbinda meirihluta refsingar mannsins vegna tafa sem urðu á málsmeðferðinni. Í dóminum segir að upphaf málsins megi rekja til þess að konan hafi haft samband við lögreglu í ágúst árið 2019 og sagst vilja leggja fram kæru á hendur manninum vegna langvarandi heimilisofbeldis. Tekin hafi verið skýrsla af henni sama dag þar sem komið hafi fram að ástandið á heimili þeirra hafi verið mjög erfitt og sérstaklega árin fimm á undan. Rannsókn lögreglu muni hafa lokið um mitt ár 2020 og ákæra hafi verið gefin út í lok desember sama ár. Málið hafi verið þingfest í héraðsdómi í mars 2021. Maðurinn hafi við þingfestinguna en ekki tekið efnislega afstöðu til sakargifta samkvæmt ákærunni en krafist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna hafi farið fram í mars sama ár. Með úrskurði héraðsdóms í lok sama mánaðar hafi tveimur ákæruliðum verið vísað frá dómi ásamt upptökukröfu ákæruvaldsins á tveimur farsímum. Landsréttur hafi staðfest þá niðurstöðu fimm dögum síðar. Í þinghaldi í apríl 2021 hafi maðurinn neitað sök sakargiftum samkvæmt köflum ákæru um ofbeldi gegn sambýliskonunni og börnum þeirra tveimur en játað sök að öðru leyti. Það er að segja fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðu bætandi efnum og lyfjum og fyrir líkamsárás gegn frænda konunnar. Aðalmeðferð málsins hafi farið fram í ágúst 2021 og dómur héraðsdóms kveðinn upp um miðjan september sama ár. Maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir flest þau brot sem honum hafði verið gefin að sök. Málinu hafi verið skotið til Landsréttar samkvæmt yfirlýsingu ákærða um áfrýjun í lok september 2021. Málsgögn hafi barist réttinum um þrettán mánuðum síðar eða í lok október 2022. Með úrskurði Landsréttar í byrjun febrúar 2023 hafi dómur héraðsdóms verið ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það hafi verið gert á þeim grunni að ummæli héraðsdómara í tölvubréfi til sækjanda og verjanda við meðferð málsins hefði gefið manninum með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Dómari vildi ekki fresta Í úrskurði Landsréttar þess efnis segir að í þinghaldi um miðjan apríl 2021 hafi maðurinn sem áður segir tekið afstöðu til sakargifta og ákveðið hafi verið að aðalmeðferð færi fram í lok maí sama ár. Verjandi mannsins hafi með tölvubréfi nokkrum dögum fyrir aðalmeðferðina farið þess á leit við héraðsdóm að aðalmeðferðinni yrði frestað af ástæðum sem vörðuðu þá háttsemi sem manninum hafði verið gefið að sök. Af því tilefni hafi dómari í málinu sent málflytjendum tölvubréf þar sem hafi komið fram að honum litist illa á að fresta málinu og að hann drægi í efa að þær ástæður sem verjandi hefði teflt fram fyrir beiðni sinni réttlættu frestun. Þessu næst hafi sagt í tölvupósti dómarans: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast.“ Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt lögum um meðferð sakamála sé dómari vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Verði dómari jafnan að gæta að hæfi sínu þannig að efnisleg afstaða hans til þess ágreinings sem uppi er í málinu komi ekki fram fyrr en í dómi. Framangreind ummæli héraðsdómara í tölvupósti hans til sækjanda og verjanda hafi gefið manninum með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni dómarans í efa. „Er því óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm ásamt meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar og vísa því til héraðsdóms til úrlausnar á ný.“ Þess má geta að í hinum ógilta dómi var maðurinn dæmdur til vægari refsingar en þeim sem kveðinn var upp síðar, eða sextán mánaða fangelsisvistar. Ekki manninum að kenna Í dómi Landsréttar segir að aðalmeðferð hafi verið endurtekin í lok apríl árið 2023 og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp í lok maí sama ár. Dómurinn hafi verið birtur í byrjun nóvember 2023 og áfrýjun lýst yfir í lok sama mánaðar. „Áfrýjunarstefna var gefin út 4. næsta mánaðar. Málsgögn bárust Landsrétti tæplega ellefu mánuðum síðar eða 23. október 2024. Voru þá liðin rúm fimm ár frá því að brotaþoli lagði fram kæru á hendur ákærða vegna málsins.“ Samkvæmt framangreindu hafi orðið verulegar tafir á meðferð málsins sem manninum verði ekki kennt um. Að teknu tilliti til þessa verði hluti refsingar mannsins bundin almennu skilorði eins. Loks segir í dóminum að með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms væri staðfest að manninum bæri að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða þrjá fjórðu hluta málskostnaðar í héraði, 2,8 milljónir króna og allan áfrýjunarkostnað 2,9 milljónir króna.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Dómsmál Dómstólar Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira