Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 14:09 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 6,5 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og rekstrarafgangur 4,2 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir að afkoman yrði neikvæð um 146 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði hafi verið jákvæð um 7,4 milljarða og rekstrarafgangur samstæðunnar 4,5 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar hafi lækkað að raunvirði. Þá hafi skuldaviðmið lækkað í 77 prósent úr 92 prósentum og sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Ekki reiknað með lóðaúthlutun Lóðum í fyrsta áfanga í Vatnsendahvarfi hafi verið úthlutað árið 2024, sem skili sér inn í ársreikninginn, en samkvæmt venju sé ekki gert ráð fyrir lóðaúthlutun í fjárhagsáætlun. Í ár verði lokið við úthlutun í Vatnsendahvarfi sem muni skila sér inn í niðurstöðu ársreiknings fyrir 2025. „Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar ríka áherslu okkar á traustan rekstur. Afgangur af rekstri bæjarins er 4,5 milljarðar króna og afkoman því sú besta í 17 ár. Veltufé frá rekstri er 4,8 milljarðar króna sem endurspeglar það svigrúm sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum og öðrum nauðsynlegum innviðum sveitarfélagsins séu heildarskuldir og skuldbindingar að lækka að raunvirði. Þá haldi skuldahlutfall Kópavogsbæjar áfram að lækka og sé langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. „Kópavogsbær er stækkandi bæjarfélag og standa nú yfir úthlutanir í nýju hverfi í efri byggðum Kópavogs. Mikill áhugi er á hverfinu og var fyrsta úthlutun á árinu 2024. Við klárum úthlutanir á þessu ári. Ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að unnt sé að veita framúrskarandi þjónustu til bæjarbúa. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu.“ Umfangsmiklar framkvæmdir Í tilkynningu segir að fjárfestingar og framkvæmdir í leik- og grunnskólum ásamt öðrum mannvirkjum hafi numið um 5,7 milljörðum króna. Tekjur vegna lóðaúthlutunar í Vatnsendahvarfi þýði að verulega dregur úr þörf fyrir lántöku vegna framkvæmda. Viðamesta framkvæmdin sé bygging við Barnaskóla Kársness við Skólagerði en kostnaður við hana hafi numið um 2,3 milljörðum árið 2024. Kostnaður við viðhald og framkvæmdir við aðra leik- og grunnskóla hafi numið á annan milljarð króna. Aðrar stórar fjárfestingar hafi meðal annars bygging nýs íbúðakjarna við Kleifakór þar sem kostnaður hafi verið um 300 milljónir króna. Auk þess hafi verið framkvæmdir við Kópavogsvöll og Kórinn sem nemi um 330 milljónum króna. 240 milljónum hafi verið varið í nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi og 100 milljónum í húsnæði velferðarsviðs við Vallakór. Þá hafi um 600 milljónum króna berið varið í gatnagerð.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent