Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 15:26 Mál Péturs Jökuls Jónassonar tengist stóra kókaínmálinu svokallaða. Vísir Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent