Innlent

Kveiktu á tón­list til að yfir­gnæfa há­vaða í mót­mælendum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mótmælendur við Ásvelli í gær.
Mótmælendur við Ásvelli í gær. Vísir/Lýður Valberg

Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna.

Ívar Ísak Guðjónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir að öryggisgæsla í gær á landsleiknum hafi heilt yfir gengið vel. Í seinni hálfleik mátti heyra barið á hurðar hússins svo vallarstarfsmenn ákváðu að spila tónlist á meðan leikurinn var spilaður.

„Það var þarna í seinni hálfleik þá komu mótmælendur á hurðar þarna, neyðarútganga og spörkuðu í þær eða lömdu í þær í einhvern tíma. Þannig húsið var ekki allt afgirt í gær, nei,“ segir Ívar Ísak.

Tekið verði mið af því við öryggisgæslu dagsins en Ívar segist ekki ætla að svara því hvort íþróttahúsið verði að fullu afgirt í dag vegna atburða gærkvöldsins.

„Ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við skoðum framkvæmdina, hvernig þetta fór í gær og við munum meta það í dag til hvaða ráðstafana við munum grípa til í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×