Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 07:02 Benedikt S Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að skoða þurfi styrki til rafbílakaupa í víðara samhengi en hvernig þeir hafa dreifst á milli tekjuhópa í samfélaginu. Vísir Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira