Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 07:02 Benedikt S Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að skoða þurfi styrki til rafbílakaupa í víðara samhengi en hvernig þeir hafa dreifst á milli tekjuhópa í samfélaginu. Vísir Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira