Innlent

Bein út­sending: Geðheil­brigði fyrir öll

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 11:30 til 13:00.
Fundurinn hefst klukkan 11:30 til 13:00.

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir hádegisfundinum Geðheilbrigði fyrir öll á Reykjavík Hilton Nordica klukkan 11:30 í dag þar sem til umræðu verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi.

Í tilkynningu segir að málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál standi að fundinum en hann verði bæði táknmáls- og rittúlkaður.

„Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og snemmtækri íhlutun skiptir sköpum til þess að styrkja fólk og auka seiglu. Mikið hefur verið rætt um lágþröskuldaúrræði og hvernig allir eigi að hafa aðgengi að fagfólki í geðheilbrigðisþjónustu sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu.

En þrátt fyrir fögur fyrirheit standa margir hópar eftir – og hafa lítinn sem engan aðgang að almennri geðheilbrigðisþjónustu. Á fundinum ræðum við skort á aðgengi fyrir fólk með fötlun að geðheilbrigði og hvaða lausnir eru í boði. Hvernig tryggjum við geðheilbrigði fyrir öll?“ segir í tilkynningunni.

Frummælendur:

  • Eva Ágústa Aradóttir, ljósmyndari og stjórnandi hlaðvarpsins Ráfað um rófið
  • Gísli Kort Kristófersson, prófessor í geðhjúkrun við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í geðhjúkrun
  • Liv Anna Gunnell, fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×