Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifa 10. apríl 2025 11:01 Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun