Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar 10. apríl 2025 09:00 Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Lítið leggst nú fyrir Valkyrjurnar. Forsætisráðherra kallaði eftir því fyrir kosningar að Ísland skyldi leiða Norðurlöndin í samtali um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Utanríkisráðherra sagði að hernaðurinn í Palestínu beri öll merki þjóðarmorðs. Síðan Ísrael rauf vopnahléð 18. mars hafa þeir drepið meira en 1500 manns, þar af þriðjunginn börn. Þá hafa þeir, frá því að þeir hófu hefndarstríð sitt, drepið tugi þúsunda af almenningi, konum og börnum og örkumlað enn fleiri. Og svo er allt það fólk sem liggur undir rústum Gazasvæðisins. Nú er það ljóst að Trump hefur sínar fáránlegu hugmyndir um Palestínu eins og t.d. um efnahagsmál. Um flutning á íbúunum sem eru ekkert minna en brott á þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um, m.a. Bandaríkin, og fjalla um alþjóðlegt bann við neyðarflutningi þjóða (forced displacement). Fyrir nú utan mannvonskuna sem felst í tillögunni. Og aldrei er minnst á það einu orði að það eru Ísraelsmenn sem hafa eyðilagt Gazasvæðið, sprengt þar allt í loft upp með vestrænum vopnum. Greinilega er samband á milli þagnarinnar og þess að vilja ekki móðga rauðhærða trúðinn með brúnkukremið. Allir vita hversu hefnigjarn hann er og að hann getur tekið upp á því að leggja heilu þjóðirnar í einelti ef honum mislíkar við þær. Hvað gæti hann gert? Jú, hann myndi örugglega refsa Norðurlandaþjóðunum eftir bestu getu fyrir að hafa forgöngu um e-s konar þvinganir gegn Ísrael. En er hægt að láta það viðgangast að drepnar séu konur, börn og hjálparstarfsmenn árum saman í nafni baráttu gegn Hamas? Allir vita að það er ekki hægt að berjast gegn hugmyndum. Og frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með blóði. Það er búið að halda þess fólki innilokuðu árum saman, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nú hafa engir bílar komið inn með hjálpargögn síðan 1. mars. Hvað er þetta eiginlega? Á þetta ríki kynþáttaaðskilnaðar, apartheid ríki að fá að vaða yfir heila þjóð og drepa fólk af handahófi, árum saman, endalaust, án nokkurrar refsingar? Það er löngu kominn tími til að stöðva þessa slátrun sem er ofurljótur blettur á Vesturlöndum. Það er löngu kominn tími til að setja viðskiptabann á Ísrael. Og að apartheid ríkið skuli enn vera að keppa við íslenskar stelpur í handbolta og taka þátt í Evróvision er reginhneyksli sem á ekki að eiga sér stað. Ekki á meðan þetta sama ríki heldur uppi þjóðarmorði í bakgarðinum heima hjá sér. Kominn er tími til að Kristrún Frostadóttir og aðrar valkyrjur standi við stóru orðin. Hafi forgöngu um að Norðurlöndin setji viðskiptabann á Ísrael. Og tali opinberlega, gagnrýni þjóðarmorðið! Það er ekki hægt að þegja lengur. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar