Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2025 08:30 Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun