Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 16:56 Maðurinn fékk hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er ekki af þeirri hliðslá. Getty/Isaac Murray Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum. Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu. Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp síðdegis segir að maðurinn hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur hafði viðurkennt óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins en Landsréttur snerið dóminum við og sýknað félögin tvö af öllum kröfum mannsins. Maðurinn óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, sem veitti honum leyfi á grundvelli þess að úrslit málsins gætu haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Brutu ekki gegn skráðum reglum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til forsendna Landsréttar, sem reifaðar eru í fréttinni hér að ofan, væri ekki fallist á að Hekla hafi með uppsetningu og notkun hliðsins brotið gegn þeim skráðu hátternis- og varúðarreglum sem maðurinn vísaði til. Landsréttur vísaði í dómi sínum meðal annars til þess að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá féllst Landsréttur hvorki á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Í dómi Hæstaréttar segir að ekki væri talið að Hekla hefði mátt vita um sérstaka hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af aðstæðum málsins að öðru leyti væri ekki fallist á með manninum að Hekla hafi vanrækt að grípa til þeirra ráðstafana sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæðið. Því væri ekki tilefni til að beita svo ströngu sakarmati í málinu að bótaábyrgð verði lögð á Heklu og VÍS á ætluðu líkamstjóni mannsins sem rakið verði til óhappatilviljunar. Því voru félögin tvö sýknuð af öllum kröfum mannsins. Málskostnaður var felldur niður milli aðila á öllum dómstigum. Telja Heklu hafa átt að gera ráðstafanir Í sératkvæði tveggja dómara Hæstaréttar af fimm sem dæmdu í málinu segir að ætla verði, eins og aðstæður voru á lóð Heklu þegar slysið varð, að umbúnaður hliðsins hafi verið með þeim hætti að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann gekk um það. Þannig hefðu varúðarmerkingar á borð við skilti í sjónhæð fyrir gangandi vegfarendur til að vekja athygli á hliðslánni, eða hljóð- eða ljósmerki, getað varað við þeirri hættu sem stafaði af henni uppréttri þegar maðurinn nálgaðist í þann mund sem hún féll úr lóðréttri stöðu niður á höfuð hans. Slíkar varúðarmerkingar hefðu útheimt litla fyrirhöfn og kostnað. Þegar litið er til hættueiginleika hliðsins verði Heklu metið til sakar að hafa vanrækt að grípa til slíkra ráðstafana sem sanngjarnar megi teljast til að tryggja öryggi þeirra sem leið áttu um athafnasvæði hennar. Dómararnir tveir telji því að eins og atvik þessa máls liggi fyrir skuli viðurkenna bótaskyldu Heklu og VÍS vegna líkamstjóns sem maðurinn hlaut af völdum slyss á lóð Heklu.
Dómsmál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?