„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 10:02 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum. Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira