Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Auðun Georg Ólafsson skrifar 9. apríl 2025 15:31 Maðurinn hefst nú við í álmu D í Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Albanskur karlmaður sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot hefur dvalið á flugvellinum í Keflavík frá því á föstudag á meðan hann hefur beðið eftir að fá lögreglufylgd úr landi. Lögmaður hans segir að hann hafi verið upplýstur um að Heimferðar- og fylgdarþjónusta Ríkislögreglustjóra sé búin að kaupa fyrir hann flug til Berlínar í fyrramálið og þaðan til Tirana í Albaníu. Þangað fer hann í fylgd lögregluþjóna. Málið hefur vakið mikla athygli en maðurinn var handjárnaður við komuna og farið með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hafðist hann við frá því á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsími. Geymslustaður úti á velli Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins, segir um daglegan viðburð að ræða þar sem lögregla noti álmu D á flugvellinum sem einskonar geymslustað í nokkra daga áður en fólki er fylgt úr landi. „Þetta er mjög algengt úrræði sem lögregla hefur þegar hún er að taka menn til skoðunar á landamærunum. Þá eru þeir settir í tilkynningarskyldu og þeim er þá hent inn í D-svæði flugvallarins þaðan sem þeir komast ekkert burt,“ segir Gunnar. Öryggisgæslan á flugvellinum hefur þá það hlutverk að hafa eftirlit með því fólki en ekki lögregla, eftir því sem hann kemst næst. Í tilfelli Albanans þá sé lagaheimild fyrir lögreglu að taka af honum peninga en Gunnar hefur ekki upplýsingar um hvers vegna það var gert. Hann segist alls ekki skilja hvers vegna lögregla tók farangur mannsins. „Hann átti vissulega flug til baka á mánudaginn sem honum var meinað að fara í. Lögreglan vildi frekar bíða eftir ákvörðun frá Útlendingastofnun hvað yrði gert við hann. Niðurstaðan var að það á að fylgja honum úr landi í lögreglufylgd.“ Hann átti miða frá Íslandi til Budapest, af hverju fékk hann ekki að fara þangað? „Það er góð spurning. Lögreglu ber að virða meðalhófsreglu og að athuga að hinn endanlegi tilgangur sé sá að hann yfirgefi landið. Að mínu mati hefði það verið eðlilegt að leyfa honum bara að fara. Lögregla verður að svara fyrir af hverju það var ekki gert. Hún vildi frekar fara þá leið að honum yrði fylgt úr landi með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð.“ Er þetta hættulegur maður að þínu mati? „Alls ekki.“ Tjáir sig ekki um einstök mál Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Við fjöllum ekki um mál einstaklinga, það er ekki okkar háttur. Á síðasta ári vísuðum við um 700 manns frá Keflavíkurflugvelli. Í þessu tilfelli er þessi einstaklingur hafður inni á svokölluðu D-svæði eða „non-Schengen“ svæði flugstöðvarbyggingarinnar þannig að hann kemst ekki inn í landið. Hann getur athafnað sig inni á þessu svæði en til þess að komast inn í landið þarf hann að fara í gegnum landamærahlið. Hann er hafður á þessu svæði á meðan mál hans eru tekin til skoðunar. Lögregla hefur sjö sólarhringa til þess að athuga og taka ákvörðun um það hvort einstaklingi sé hleypt inn í landið eða ekki.“ Af hverju var hann ekki bara hafður áfram í haldi lögreglu, af hverju var hann fluttur á D-svæðið? „Eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að tjá mig sérstaklega um þetta mál.“ Af hverju var farangur og peningur tekinn af manninum, á hvaða grundvelli var það gert? „Ég tjái mig ekki um þetta einstaka mál.“ Er algengt að fólk sé haft þarna á þessu D-svæði? „Það er algengt að fólk sé staðsett á D-svæðinu á meðan lögregla er að vinna úr máli þeirra. Oftast gengur þetta hratt yfir en stundum getur þetta tekið nokkra sólarhringa.“ Stafar flugfarþegum hætta af þessum manni? „Nei. En ef svo er þá er viðkomandi handtekinn og færður í fangahús.“ Hann átti miða frá Íslandi til Budapest og þannig komst hann væntanlega aftur inn á flugvöllinn? „Eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að tjá mig um þetta tiltekna mál.“ Ákvörðun kærð Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann til landsins til kærunefndar Útlendingamála. Gerð var krafa um að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar Útlendingastofnunar yrði frestað á grundvelli 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga til að koma í veg fyrir frekari réttarspjöll en þegar orðið er. Hann segir umbjóðanda sinn ekki hafa fengið neinar aðrar upplýsingar en að flugið til Berlínar væri klukkan 6 í fyrramálið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að stinga tvo á nýársnótt Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Sjá meira
Málið hefur vakið mikla athygli en maðurinn var handjárnaður við komuna og farið með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hafðist hann við frá því á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsími. Geymslustaður úti á velli Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins, segir um daglegan viðburð að ræða þar sem lögregla noti álmu D á flugvellinum sem einskonar geymslustað í nokkra daga áður en fólki er fylgt úr landi. „Þetta er mjög algengt úrræði sem lögregla hefur þegar hún er að taka menn til skoðunar á landamærunum. Þá eru þeir settir í tilkynningarskyldu og þeim er þá hent inn í D-svæði flugvallarins þaðan sem þeir komast ekkert burt,“ segir Gunnar. Öryggisgæslan á flugvellinum hefur þá það hlutverk að hafa eftirlit með því fólki en ekki lögregla, eftir því sem hann kemst næst. Í tilfelli Albanans þá sé lagaheimild fyrir lögreglu að taka af honum peninga en Gunnar hefur ekki upplýsingar um hvers vegna það var gert. Hann segist alls ekki skilja hvers vegna lögregla tók farangur mannsins. „Hann átti vissulega flug til baka á mánudaginn sem honum var meinað að fara í. Lögreglan vildi frekar bíða eftir ákvörðun frá Útlendingastofnun hvað yrði gert við hann. Niðurstaðan var að það á að fylgja honum úr landi í lögreglufylgd.“ Hann átti miða frá Íslandi til Budapest, af hverju fékk hann ekki að fara þangað? „Það er góð spurning. Lögreglu ber að virða meðalhófsreglu og að athuga að hinn endanlegi tilgangur sé sá að hann yfirgefi landið. Að mínu mati hefði það verið eðlilegt að leyfa honum bara að fara. Lögregla verður að svara fyrir af hverju það var ekki gert. Hún vildi frekar fara þá leið að honum yrði fylgt úr landi með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð.“ Er þetta hættulegur maður að þínu mati? „Alls ekki.“ Tjáir sig ekki um einstök mál Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Við fjöllum ekki um mál einstaklinga, það er ekki okkar háttur. Á síðasta ári vísuðum við um 700 manns frá Keflavíkurflugvelli. Í þessu tilfelli er þessi einstaklingur hafður inni á svokölluðu D-svæði eða „non-Schengen“ svæði flugstöðvarbyggingarinnar þannig að hann kemst ekki inn í landið. Hann getur athafnað sig inni á þessu svæði en til þess að komast inn í landið þarf hann að fara í gegnum landamærahlið. Hann er hafður á þessu svæði á meðan mál hans eru tekin til skoðunar. Lögregla hefur sjö sólarhringa til þess að athuga og taka ákvörðun um það hvort einstaklingi sé hleypt inn í landið eða ekki.“ Af hverju var hann ekki bara hafður áfram í haldi lögreglu, af hverju var hann fluttur á D-svæðið? „Eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að tjá mig sérstaklega um þetta mál.“ Af hverju var farangur og peningur tekinn af manninum, á hvaða grundvelli var það gert? „Ég tjái mig ekki um þetta einstaka mál.“ Er algengt að fólk sé haft þarna á þessu D-svæði? „Það er algengt að fólk sé staðsett á D-svæðinu á meðan lögregla er að vinna úr máli þeirra. Oftast gengur þetta hratt yfir en stundum getur þetta tekið nokkra sólarhringa.“ Stafar flugfarþegum hætta af þessum manni? „Nei. En ef svo er þá er viðkomandi handtekinn og færður í fangahús.“ Hann átti miða frá Íslandi til Budapest og þannig komst hann væntanlega aftur inn á flugvöllinn? „Eins og ég sagði áðan þá ætla ég ekki að tjá mig um þetta tiltekna mál.“ Ákvörðun kærð Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann til landsins til kærunefndar Útlendingamála. Gerð var krafa um að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar Útlendingastofnunar yrði frestað á grundvelli 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga til að koma í veg fyrir frekari réttarspjöll en þegar orðið er. Hann segir umbjóðanda sinn ekki hafa fengið neinar aðrar upplýsingar en að flugið til Berlínar væri klukkan 6 í fyrramálið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að stinga tvo á nýársnótt Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Sjá meira