Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:40 Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga, formenn ríkisstjórnarflokkanna. vísir/Anton Brink Hagræðingahópur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur kostaði rúmar sjö milljónir króna. Mikill meirihluti fjármagnsins fór í launakostnað fjögurra manna starfshóps. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óskaði eftir tillögum frá almenningi í byrjun janúar um hvernig hagræði mætti í rekstri ríkisins. Einnig fundaði stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig hagræða mætti í rekstri ríkisstofnana. Að lokum bárust tæplega fjögur þúsund hagræðingartillögur frá almenningi. Fjögurra manna starfshópur var skipaður til að vinna úr tillögunum. Það voru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir nákvæmum kostnaði fyrir störf starfshóps ríkisstjórnarinnar, en í heild nam kostnaðurinn 7.274.520 krónum. Þar af voru 6,9 milljónir í launakostnað starfshópsins. Björn Ingi, sem var jafnframt formaður hópsins, hlaut tvær og hálfa milljón í launakostnað. Gylfi og Oddný fengu bæði 1,8 milljónir hvor og Hildur átta hundruð þúsund krónur, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar. Starfshópurinn fékk veitingar sem kostuðu 77.520 krónur og nam greiddur ferðakostnaður tvö hundruð þúsund krónum. 97 þúsund krónur fóru þá í aðgang að gervigreind en gervigreindarforrit var nýtt til að greina umsagnir almennings í alls ellefu meginþemu. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óskaði eftir tillögum frá almenningi í byrjun janúar um hvernig hagræði mætti í rekstri ríkisins. Einnig fundaði stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig hagræða mætti í rekstri ríkisstofnana. Að lokum bárust tæplega fjögur þúsund hagræðingartillögur frá almenningi. Fjögurra manna starfshópur var skipaður til að vinna úr tillögunum. Það voru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir nákvæmum kostnaði fyrir störf starfshóps ríkisstjórnarinnar, en í heild nam kostnaðurinn 7.274.520 krónum. Þar af voru 6,9 milljónir í launakostnað starfshópsins. Björn Ingi, sem var jafnframt formaður hópsins, hlaut tvær og hálfa milljón í launakostnað. Gylfi og Oddný fengu bæði 1,8 milljónir hvor og Hildur átta hundruð þúsund krónur, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar. Starfshópurinn fékk veitingar sem kostuðu 77.520 krónur og nam greiddur ferðakostnaður tvö hundruð þúsund krónum. 97 þúsund krónur fóru þá í aðgang að gervigreind en gervigreindarforrit var nýtt til að greina umsagnir almennings í alls ellefu meginþemu.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira