Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:36 Perla Ruth Albertsdóttir verður ekki með Íslandi í komandi leikjum en greindi frá skilaboðunum í hlaðvarpsviðtali. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira