Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. apríl 2025 14:00 Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun