Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 12:41 Frank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber, fulltrúi svissneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu. Stjórnarráðið Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kænugarði í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. „Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu. EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu.
EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent