Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun