Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um 16.000 börn hafa verið drepin á Gaza á einu og hálfu ári. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngildir það því að öll grunnskólabörn í Reykjavík væru drepin. 1. til 10. bekkur í öllum grunnskólum Reykjavíkur þurrkaður út í blóðbaði. Ef þetta gerðist á Íslandi mundum við vænta þess að þjóðir heims – bæði stórar og smáar – töluðu hátt gegn slíku voðaverki og tækju sig saman um að stöðva það. Samt er það svo að Ísland hefur gert frekar lítið til að tala gegn eða þrýsta á stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza. Samhliða þessu máttleysi sýnum við líka meðvirkni. Rússland hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og verið útilokað frá alþjóðlegum íþróttamótum og menningarviðburðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. En þetta gildir ekki um Ísrael. Við höldum áfram að taka þátt í leik og starfi með Ísrael þrátt fyrir að vita um voðaverkin. Þetta er eins og að búa í blokk og vita að það býr ofbeldismaður í blokkinni en gera lítið sem ekkert í því. Við vitum að hann gengur í skrokk á fjölskyldunni sem býr við hliðina á honum, hefur lagt íbúð þeirra undir sig og hindrar meira að segja aðgang sjúkraliðs að hinum slösuðu. Samt höldum við áfram að bjóða honum í partý og spilum reglulega með honum bumbubolta. Við höfum aðeins maldað í móinn með þetta á aðalfundi húsfélagsins, sagt að hann verði að fylgja alþjóðlegum húsreglum, en það er u.þ.b. allt sem við höfum gert. Við viljum jú ekki blanda „pólitík“ saman við íþróttir og skemmtun. Auðvitað er það rugl. Alveg eins og einstaklingi ber siðferðisleg skylda til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart ofbeldi nágranna, þá hljótum við sem þjóð að bera skyldu til að sýna ekki athafnaleysi og meðvirkni gagnvart þjóðarmorðum. Þess vegna verða íslensk stjórnvöld að gera meira til að stöðva voðaverkin á Gaza og við öll að hætta að láta eins og það sé normalt að ríkið, sem stendur fyrir þjóðarmorðinu, standi líka eins og ekkert sé með okkur inni á íþróttavellinum, í viðskiptaheiminum eða á menningarsviðinu. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar