Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:05 Astrid prinsessa og Lorenz prins til vinstri, og Laurent prins og Klara prinsessa til hægri, á þjóðhátíðardegi Belga í hitteðfyrra. EPA Laurent Belgaprins, yngri bróðir Filippusar Belgakonungs, tapaði í dag dómsmáli gegn belgíska ríkinu, sem hann stefndi fyrir að hafna beiðni hans um að fá greiddar almannatryggingar. Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi. Belgía Kóngafólk Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi.
Belgía Kóngafólk Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira