Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 20:32 Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira