Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“ HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“
HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32