Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 12:41 Borgarapótek og Lyfjabúrið vildu ekki taka þátt í verðlagseftirliti ASÍ. Borgarapótek/Lyfjabúrið Rima apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni. Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins. Dæmi eru um að vörur kosti sex sinnum meira í apóteki en í stóru matvöruverslununum. Þetta kemur fram í samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Þar segir að nokkru geti munað á verði eftir því hvaða vörur séu skoðaðar. Til dæmis sé Lyfjaval að meðaltali 15% dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You fæðubótarefni kosta að meðaltali 35% meira í Lyfjaval en þar sem þau séu ódýrust. Það sé iðulega í Rima apóteki. Aftur á móti voru New Nordic vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali. Getur borgað sig að bera saman verð Ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum má einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Verðlagseftirlitið tekur nokkur dæmi: Nivea augnhreinsir (x-gentle, 125ml) kostaði 2.281kr í Borgar apóteki en 479kr í Bónus, næstum fimmfaldur munur. Varan kostaði einni krónu meira í Krónunni en Bónus. By My Beard skeggsjampó kostaði 1.990kr í ÍslandsApóteki en 349kr í Nettó, næstum sexfaldur munur. Gillette Cool Wave svitalyktareyðir kostaði tæpar 1.400kr í flestum apótekum, en aðeins 598kr í Bónus og 599kr í Krónunni. Carefree flexi innlegg kostuðu 286kr í Bónus, 287kr í Krónunni, 288kr í Nettó og 585kr í Farmasíu. Apótek geta í einhverjum tilfellum verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þótt munurinn í þá átt sé iðulega minni að sögn verðlagseftirlitsins sem tínir til nokkur dæmi: Hafkalktöflur, 60stk, kostuðu 2.790kr í Krónunni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýrari í öllum apótekum sem skoðuð voru, fyrir utan Lyfjaval. Ódýrastar voru töflurnar í Lyfjaveri á 2.180kr en dýrastar í Lyfjavali á 2.855kr. Solaray Once Daily Active Man fjölvítamín kostaði 3.061kr í Lyfjaveri og hefur verið á því verði síðan í haust, ef ekki lengur. Á megni könnunartímabilsins kostaði vítamínstaukurinn 3.599kr í Krónunni, eða tæpum 18% meira, og hefur síðan hækkað í 3.799kr, sem er 24% dýrara en í Lyfjaveri. Veet Sensitive háreyðingarkrem með aloe vera kostaði 2.339kr í Nettó en aðeins 1.560kr í Apóteki Vesturlands í Ólafsvík. Better You 5mg járnmunnúði kostar 2.021kr í Rima Apóteki en 2.399kr í Krónunni. Flestir aðrir BetterYou munnúðar eru hins vegar ódýrari í Krónunni. Auglýsingar apóteka gjarnan villandi Íslenskar verslanir hvetja oft til kaupa með afsláttum. Um þá gilda einhverjar reglur, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“. Í einhverjum tilfellum fæst ekki betur séð en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum. Verðlagseftirlitið nefnir sem dæmi: New Nordic Apple Cider hlaup í vefverslun Lyfjavals var selt á 2.621kr til 3. febrúar. Svo var það selt á „-20%“, eða 2.097kr, til 4. apríl, eða á hálfa níundu viku. Samhliða því var bætt við „Nýtt“ merkingu á vöruna sem er þar enn. Siglufjarðarapótek hefur haft CeraVe Renewing fótakrem á 20% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. Rima Apótek hefur selt Nutrilenk Active, 30 hylki, og NutriLenk Gel, 100ml, á 25% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. Og svo mætti áfram telja. Apótek Vesturlands ekki öll á sama verði Verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík. Til dæmis var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík. Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Á hinn bóginn kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi. Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2% dýrari en í Ólafsvík. Fram kemur í tilkynningu verðlagseftirlitsins að bornar hafi verið saman vörur sem finna mátti í minnsta níu apótekum. Aðeins hafi verið farið í apótek sem séu án aðgangsgjalds, svo sem í Costco. Samanburðurinn hafi farið fram frá miðjum febrúar til miðs mars. Lyf Verðlag Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram í samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Þar segir að nokkru geti munað á verði eftir því hvaða vörur séu skoðaðar. Til dæmis sé Lyfjaval að meðaltali 15% dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You fæðubótarefni kosta að meðaltali 35% meira í Lyfjaval en þar sem þau séu ódýrust. Það sé iðulega í Rima apóteki. Aftur á móti voru New Nordic vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali. Getur borgað sig að bera saman verð Ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum má einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Verðlagseftirlitið tekur nokkur dæmi: Nivea augnhreinsir (x-gentle, 125ml) kostaði 2.281kr í Borgar apóteki en 479kr í Bónus, næstum fimmfaldur munur. Varan kostaði einni krónu meira í Krónunni en Bónus. By My Beard skeggsjampó kostaði 1.990kr í ÍslandsApóteki en 349kr í Nettó, næstum sexfaldur munur. Gillette Cool Wave svitalyktareyðir kostaði tæpar 1.400kr í flestum apótekum, en aðeins 598kr í Bónus og 599kr í Krónunni. Carefree flexi innlegg kostuðu 286kr í Bónus, 287kr í Krónunni, 288kr í Nettó og 585kr í Farmasíu. Apótek geta í einhverjum tilfellum verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þótt munurinn í þá átt sé iðulega minni að sögn verðlagseftirlitsins sem tínir til nokkur dæmi: Hafkalktöflur, 60stk, kostuðu 2.790kr í Krónunni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýrari í öllum apótekum sem skoðuð voru, fyrir utan Lyfjaval. Ódýrastar voru töflurnar í Lyfjaveri á 2.180kr en dýrastar í Lyfjavali á 2.855kr. Solaray Once Daily Active Man fjölvítamín kostaði 3.061kr í Lyfjaveri og hefur verið á því verði síðan í haust, ef ekki lengur. Á megni könnunartímabilsins kostaði vítamínstaukurinn 3.599kr í Krónunni, eða tæpum 18% meira, og hefur síðan hækkað í 3.799kr, sem er 24% dýrara en í Lyfjaveri. Veet Sensitive háreyðingarkrem með aloe vera kostaði 2.339kr í Nettó en aðeins 1.560kr í Apóteki Vesturlands í Ólafsvík. Better You 5mg járnmunnúði kostar 2.021kr í Rima Apóteki en 2.399kr í Krónunni. Flestir aðrir BetterYou munnúðar eru hins vegar ódýrari í Krónunni. Auglýsingar apóteka gjarnan villandi Íslenskar verslanir hvetja oft til kaupa með afsláttum. Um þá gilda einhverjar reglur, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“. Í einhverjum tilfellum fæst ekki betur séð en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum. Verðlagseftirlitið nefnir sem dæmi: New Nordic Apple Cider hlaup í vefverslun Lyfjavals var selt á 2.621kr til 3. febrúar. Svo var það selt á „-20%“, eða 2.097kr, til 4. apríl, eða á hálfa níundu viku. Samhliða því var bætt við „Nýtt“ merkingu á vöruna sem er þar enn. Siglufjarðarapótek hefur haft CeraVe Renewing fótakrem á 20% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. Rima Apótek hefur selt Nutrilenk Active, 30 hylki, og NutriLenk Gel, 100ml, á 25% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. Og svo mætti áfram telja. Apótek Vesturlands ekki öll á sama verði Verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík. Til dæmis var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík. Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Á hinn bóginn kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi. Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2% dýrari en í Ólafsvík. Fram kemur í tilkynningu verðlagseftirlitsins að bornar hafi verið saman vörur sem finna mátti í minnsta níu apótekum. Aðeins hafi verið farið í apótek sem séu án aðgangsgjalds, svo sem í Costco. Samanburðurinn hafi farið fram frá miðjum febrúar til miðs mars.
Lyf Verðlag Neytendur Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf