Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Aron Guðmundsson skrifar 7. apríl 2025 12:31 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Samsett mynd Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“ HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“
HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira