Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2025 10:19 Neytendastofa sektaði Sif Verslun ehf um 100 þúsund krónur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Sif Verslun ehf, rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um 100 þúsund króna vegna rangra fullyrðinga um virkni svokallaðra NatPat-plástra sem félagið selur. Haldið var fram að plástrarnir gætu aukið svefngæði, minnkað stress, þunglyndi, kvíða og þreytu auk þess að vera fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkenni kvíða, ADHD, einhverfu eða bara róa barn sem hefur of mikla orku. Sagt er frá þessu á vef Neytendastofu. Fram kemur að stofnuninni hafi borist ábending um málið og óskaði í kjölfarið eftir sönnunum fyrir þeim fullyrðingum sem slegið var fram á heimasíðunni. „Sif Verslun færði ekki fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunum en á meðan meðferð málsins stóð gerði félagið breytingar á netversluninni sem fól í sér að einstaka fullyrðingar voru fjarlægðar. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni NatPat plástranna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni NatPat plástra hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brotanna,“ segir á vef Neytendastofu. Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Haldið var fram að plástrarnir gætu aukið svefngæði, minnkað stress, þunglyndi, kvíða og þreytu auk þess að vera fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkenni kvíða, ADHD, einhverfu eða bara róa barn sem hefur of mikla orku. Sagt er frá þessu á vef Neytendastofu. Fram kemur að stofnuninni hafi borist ábending um málið og óskaði í kjölfarið eftir sönnunum fyrir þeim fullyrðingum sem slegið var fram á heimasíðunni. „Sif Verslun færði ekki fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunum en á meðan meðferð málsins stóð gerði félagið breytingar á netversluninni sem fól í sér að einstaka fullyrðingar voru fjarlægðar. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni NatPat plástranna sem væru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi tæki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Fullyrðingarnar væru því líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytanda. Þá taldi Neytendastofa að með birtingu fullyrðinga um virkni NatPat plástra hafi félagið haldið því ranglega fram að vörurnar gætu læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brotanna,“ segir á vef Neytendastofu. Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“.
Þær fullyrðingar sem Neytendastofa setti út á í málinu voru eftirfarandi: 1) „Plástrarnir skynja UV-geisla sólarinnar og hjálpa til að koma í veg fyrir sólbruna með því að sýna þegar sólarvörn er hætt að virka“, 2) „Plástrarnir eru fullkomnir fyrir þá sem vantar hjálp við einkennum kvíða, ADHD, einhverfu eða bara vantar að róa barn sem hefur of mikla orku“, 3) „…getur ZenPatch hjálpað þér að hafa stjórn á tilfinningum eins og streitu og kvíða með aðstoð mandarínu-, sætar appelsínu-, atlas sedrusvið- og lavenderilmkjarnaolía“, 4) „Fullkomið fyrir þá sem eiga erfitt að sofa á næturnar vegna stíflaðs nefs og þá sem eiga við árstíðarbundin ofnæmi að stríða“, 5) „SleepyPatch plástrarnir hjálpa bæði börnum og fullorðnum að sofna og halda svefni með hjálp ilmkjarnaolía sem róa taugakerfið og hjálpar líkamanum að fara yfir í djúpsvefn“, 6) „eykur svefngæði, minnkar stress, þunglyndi, kvíða og þreytu“, 7) „Örvar heilbrigðari og dýpri Rem svefn“, 8) „MagicPatch plástrarnir eru settir á bit og minnka kláða“, 9) „Plástrarnir eru krosslaga og þegar þeir eru strekktir yfir húðina auka þeir sogæðaflæðið og hjálpa til við að tæma munnvatn flugnanna sem er orsök kláðans“, 10) „Dregur strax úr kláða“ og 11) „Viltu stjórna sykur- og ruslfæðislöngun án þess að skaða samband þitt við mat? CravePatch getur hjálpað!“.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira