Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. apríl 2025 08:24 Kuldakastið í fyrra kom illa niður á bændastéttinni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er minnt á að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um að ræða kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. „Stuðningur verður tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á hey og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa,“ segir ennfremur. Ennfremur segir að 60% af heildarstuðningi fari til framleiðenda á Norður- og Austurlandi en þau landssvæði urðu verst úti í kuldakastinu í júní 2024. „Þá er áætlað að um 35% stuðningsins fari til framleiðenda á Suðurlandi þar sem rigning og kuldi ollu miklu tjóni á uppskeru.“ Þá er bent á að samkvæmt Hagstofu Íslands var kartöfluuppskera ársins 2024 sú minnsta síðan 1993, gulrótauppskera ársins sú minnsta í 11 ár og kornuppskera sú minnsta frá árinu 2018. „Utan kuldakastsins á Norður- og Austurlandi í júní 2024 var tíðarfar erfitt víðar á landinu um sumarið, einkum vegna mikilla rigninga og hvassviðris,“ segir einnig. „Í júní snjóaði óvenju mikið á Norðurlandi miðað við árstíma, sumarið einkenndist af lægðagangi, mikilli vætutíð og var óvenjulega úrkomusamt um land allt. Hýsa þurfti búfé sem var komið á beit, sem ekki tókst í öllum tilvikum og fórst umtalsverður fjöldi gripa. Einkum var um að ræða sauðfé, en nokkur dæmi voru einnig um nautgripi og hross. Þá hafði veðurfarið einnig neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir ársins.“ Ráðuneytið segir að til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari sé nú gert ráð fyrir að framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar og hagræðingartækifæri. Að auki verði áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá apríl 2023. Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er minnt á að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um að ræða kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. „Stuðningur verður tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á hey og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa,“ segir ennfremur. Ennfremur segir að 60% af heildarstuðningi fari til framleiðenda á Norður- og Austurlandi en þau landssvæði urðu verst úti í kuldakastinu í júní 2024. „Þá er áætlað að um 35% stuðningsins fari til framleiðenda á Suðurlandi þar sem rigning og kuldi ollu miklu tjóni á uppskeru.“ Þá er bent á að samkvæmt Hagstofu Íslands var kartöfluuppskera ársins 2024 sú minnsta síðan 1993, gulrótauppskera ársins sú minnsta í 11 ár og kornuppskera sú minnsta frá árinu 2018. „Utan kuldakastsins á Norður- og Austurlandi í júní 2024 var tíðarfar erfitt víðar á landinu um sumarið, einkum vegna mikilla rigninga og hvassviðris,“ segir einnig. „Í júní snjóaði óvenju mikið á Norðurlandi miðað við árstíma, sumarið einkenndist af lægðagangi, mikilli vætutíð og var óvenjulega úrkomusamt um land allt. Hýsa þurfti búfé sem var komið á beit, sem ekki tókst í öllum tilvikum og fórst umtalsverður fjöldi gripa. Einkum var um að ræða sauðfé, en nokkur dæmi voru einnig um nautgripi og hross. Þá hafði veðurfarið einnig neikvæð áhrif á uppskeru og afurðir ársins.“ Ráðuneytið segir að til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari sé nú gert ráð fyrir að framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar og hagræðingartækifæri. Að auki verði áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá apríl 2023.
Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira