Innlent

Lang­varandi á­hrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ísraelski herinn hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar fimmtán viðbragðsaðilar voru drepnir á Gasa í mars. Myndband af árásinni sýnir að það sem Ísraelsher hefur hingað til haldið fram um atvikið er alls ekki rétt.

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins er sigri hrósandi eftir að tæpar 140 milljónir króna söfnuðust fyrir nýju athvarfi í söfnunarþætti Á allra vörum í gærkvöldi. Hún stefnir á að flytja starfsemina í nýtt athvarf sumarið 2026. 

Það er nóg um að vera í íþróttunum. Við heyrum í Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks í knattspyrnu, sem hafði betur gegn Aftureldingu í fyrsta leik Bestu deilarinnar í gær.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×