Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir og Margrét M. Norðdahl skrifa 5. apríl 2025 17:00 Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun