Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2025 10:32 Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00 Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01 Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00
Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01
Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar