Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 15:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat seinni hluta fundarins með Lauru Loomer, umræddum samsæringi og reyndi að koma starfsfólki sínu til varnar. Hann mun þó hafa haft lítið um málið að segja, samkvæmt frétt New York Times. Aðrir á fundinum voru JD Vance, varaforseti, Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sergio Gor, skrifstofustjóri, og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Þingmaðurinn Scott Perry var þarna einnig en hann var með eigin lista um starfsfólk Hvíta hússins sem hann sagðist hafa áhyggjur af og vildi ræða við forsetann um. Laura Loomer á ferðinni með Trump í fyrra.AP/Chris Szagole Loomer hefur ekkert formlegt hlutverk í ríkisstjórn Trumps en hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans og fylgdi honum oft í kosningabaráttunni í fyrra. Hún er yfirlýstur múslimahatari og hefur lengi haldið fram samsæriskenningum um málefni eins og árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001. Sjá einnig: Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump AP fréttaveitan segir Trump hafa gert lítið úr aðkomu Loomer að uppsögnunum, þó hann hafi kallað hana mikinn föðurlandsvin. Uppsagnir væru tíðar. „Við erum alltaf að segja upp fólki,“ sagði Trump. „Fólki sem við kunnum ekki við eða fólki sem við teljum að geti ekki unnið starfið eða fólki sem er ef til vill hliðhollt einhverjum öðrum.“ Sjálf hefur Loomer þó eignað sér heiðurinn að uppsögnunum. Þá sagði hún á samfélagsmiðlum að fólkið sem var rekið hefði grafið undan Trump og það væri bersýnilegt á því að verið væri að verja fólkið í fjölmiðlum vestanhafs. Waltz í slæmri stöðu Mike Waltz þykir ekki í góðri stöðu innan veggja Hvíta hússins í kjölfar þess að hann hleypti fyrir mistök blaðamanni inn í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal, þar sem háttsettir meðlimir ríkisstjórnarinnar ræddu árásir á Húta í Jemen. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja að Trump sé ósáttur við Waltz vegna málsins en hann vilji ekki reka hann. Það sé vegna þess að Trump vilji ekki að Hvíta húsið virðist óreiðukennt, eins og það gerði á fyrra kjörtímabili hans þegar starfsmannavelta var gífurlega mikil Ekki er ljóst hvaða áhrif uppsagnirnar munu hafa á Waltz og stöðu hans. Hefur beitt sér gegn aðstoðarmanni Waltz og eiginkonu hans Loomer hefur gengið hart fram gegn nokkrum af meðlimum þjóðaröryggisráðsins á samfélagsmiðlum á undanförnu. Hún hefur beint spjótum sínum sérstaklega að Alex Wong, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, sem var þó ekki rekinn eftir fundinn. New York Times segir Trump hafa talað vel um Wong við ráðgjafa sína. Loomer hefur hins vegar sakað hann um að vera andstæðingur Trumps á þeim grundvelli að eiginkona hans, Candice Wong, vann hjá dómsmálaráðuneytinu þegar Joe Biden og Barack Obama voru forsetar. Hún starfaði einnig þar á fyrsta kjörtímabili Trumps og hefur starfað fyrir Brett M. Kavanaugh, hæstaréttardómara sem Trump skipaði í embætti. Samsæringurinn hefur kallað Candice Wong haldið því fram að Wong sé partur af einhverju samsæri, á þeim grundvelli að hún eigi að vera „kínversk“ en faðir hennar var frá Taívan. Loomer hefur einnig haldið því fram að það hafi verið Alex Wong sem bætti blaðamanninum í áðurnefndan Signal hóp, þó skjáskot sem birt hafa verið sýna að Waltz gerði það. Það á Wong að hafa gert í öðru samsæri fyrir hönd yfirvalda í Kína, með því markmið að smána ríkisstjórn Trumps. Á undanförnum dögum hefur Loomer kallað eftir því að margir opinberir starfsmenn verði reknir úr störfum sínum, á þeim grunni að þeim eigi að vera illa við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira