Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. apríl 2025 13:02 Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun