Sendi Dönum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 13:25 Lars Lokke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrar Danmerkur og Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira