Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 08:03 Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun